Möguleiki á að skrá kröfur í sjálfvirka greiðslu
Ákveðnar kröfur koma með reglulegu millibili svo sem afborganir lána, áskriftargjöld o.fl. Það væri afar gott að geta skráð slíka kröfu í sjálfvirka greiðslu þannig að þær greiðist alltaf á eindaga.
Sjá umræðu á FB hóp: https://www.facebook.com/groups/955402325352669/posts/1091633301729570/
Athugasemdir: 7
-
30 jan.
Einar Eidsson Stjórnandi"Fastar greiðslur á reikningum" (tillaga frá Helgi Kristófersson vegna 2023-01-30), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
16 feb.
Inga J.TraustadóttirAlgör snilld ef þetta gengur 😊
-
01 jún.
Jón Gunnar GuðmundssonEr búinn að vera með sparnað á debet kortinu mínu hjá LÍ þar sem hann jafnar/tekur upp í næsta þúsund, það fer inná sparireikning (vaxtaLÍTILL). Hefur tikkað feitt gegnum tíðina. En ekkert núna þar sem ég nota Indó kortið
-
01 jún.
ÁsdísFæri launareikninginn til ykkar um leið og þetta kemur inn!
-
28 jún.
Margrét JònsdóttirJá annars verð ég að vera áfram hjá LB með þetta nenni engan vegin til baka þetta er í mínum huga grunnþjónusta.
-
01 sep.
Pétur BSem einn af þessum sem borgar á eindaga ef hægt er, og fá þá vexti t.d. þegar reikningur er um miðjan mánuð, þá er þetta í raun það eina sem er að stoppa mig í að vera alfarið með launareikninginn hjá Indó.
Núna skil ég um mánaðamótin eftir á núverandi launareikningi nóg fyrir reikningunum sem ég hef sett í beingreiðslu (og færi rest til Indó), því ég gleymi alltaf eftir fyrsta hvers mánaðar að reikningarnir séu til.
Ef Indó væri með þennan fídus, þá gæti ég í raun haft allt mitt þar utan kreditkorta. -
15 sep.
JÓHANNAÞetta mundi bæta annars g8ða þj8nustu ykkar MIKIÐ