Þekking: Hvaða áskriftir er ég með
Að hjálpa fólki að skilja áskriftarflóruna sína
Athugasemdir: 4
-
24 nóv., '22
Sonja OlafsFrábært eins ig hjá revolut þar sem þessi fídus er, einnig áminningar um væntanlegar áskriftarfærslur. Life (money) saver fyrir fólk sem er ekki með neitt á hreinu (hæ).
-
28 nóv., '22
Ægir SteinarssonÞað er svo erfitt að hafa yfirsýn yfir hvaða áskriftir ég er með að ég var alltaf með þá reglu að loka reikningnum mínum á hverju ári og stofna nýjan og fylgdist svo með hvaða fyrirtæki senda mér rukkun
-
03 jan.
Gerdur PálmadóttirMér þætti mjög gott að hafa aðgengilegt yfirlit yfir ákskriftaflóruna sem og styrktaraðila því greiðslur eru oft í gegnum aðila sem ekki vísar á hver áskriftin eða styrktar aðilinn er og getur verið mjög flókið að segja áskrift eða styrkveitingum upp.
-
11 apr.
ValbergVæri mikið til í þetta, er stundum að prufa eitthvað og gleymi því svo og þá endurnýjast áskriftin. Væri æðislegt að sjá hvað væri í áksrift og hvað væri að fara að endurnýja sig, jafnvel fá skilaboð um að eitthvað væri að koma á gjalddaga og geta þá jafnvel lokað á það til að einfalda hlutina. Þetta er einnig mikilvægt ef keypt er áksrift en reynist svo erfitt að hætta við áskriftina, að geta hreinlega lokað á færslur til þess aðila og þannig endað áskriftina hvort sem þeim líkar það eður ei.