Kort: Sýndarkort
Gera fólki kleyft að búa til sýndarkort í appinu
Athugasemdir: 8
-
16 sep., '22
Kári GuðmundssonÞetta er eitt af því fjölmarga sem bankakerfið á Íslandi hefur ekki séð hag sinn í að framkvæma.
Hér er um tvær færar og jafn mikilvægar leiðir að ræða:
a) einnota sýndarkort sem gildir í 24 tíma með fyrirfram ákveðinni upphæð. Hentar vel til kaupa í netverslunum og áskriftarþjónustu
b) varanlegt sýndarkort sem gildir i eitt ár og er óháð debetkortinu manns (annað kortanúmer), hægt að bæta því í Apple pay o. s. frv. - hentar vel fyrir fólk sem getur ekki tekið a móti plastkortinu vegna búsetu erlendis
Þessi þjónusta getur hæglega verið gjaldfrjáls -
04 des., '22
JakobÞetta gæti bætt öryggi í verslun á netinu, Revolut býður t.d. upp á þetta
-
12 jan.
Sigurður BjarnasonÞetta væri frábær viðbót. Ég er nýfluttur til landsins eftir áratuga búsettu í bandaríkjunum og ég nota svona þjónustu frá privacy.com, ég borgaði mánaðargjald fyrir þetta, það sínir hvað þetta var mikilvægt fyrir mig.
-
22 jan.
Stefán Freyr StefánssonÁskriftarþjónustur myndu ekki virka neitt sérstaklega vel á 24 tíma kortanúmerum (allavega ekki ef þú vilt að áskriftin endurnýjist).
Ég myndi vilja sjá tímabundin númer sem gilda í max x klukkutíma (24 td) EÐA þar til ein færsla hefur verið framkvæmd (hvort sem gerist fyrst).
Síðan væri ég til í að sjá kortanúmer sem hafa sama gildistíma og kortið sjálft en hefur einkvæmt númer. Ég gæti þá notað mismunandi slík númer fyrir hverja áskrift og þannig væri hægt að sjá, ef númer lekur og einhver annar byrjar að nota það, hvaðan númerið lak. Reyndar væri eðall ef þessi númer myndu læsast á einn aðila, þannig að eftir fyrstu færsluna væri bara sá aðili sem framkvæmdi hana með möguleika á að nota það númer í framtíðinni. -
22 jan.
RósaFítus sem á eftir að verða sífellt mikilvægari í netvæðingunni. Kemur í veg fyrir að aðal kortanúmerið leki ef óvarlega er farið og/eða þjónustuaðilar verða fyrir netárásum/lekum.
Minnkar "úps" útgjöld - ekki óalgengt að fólk skrái sig fyrir þjónustu til að prófa, en gleymi að segja upp.
Orðin mjög algeng þjónusta erlendis og væri mjög gaman að sjá Indó sem brautryðjanda í innleiðingu hennar hérlendis. -
23 jan.
Einar Eidsson Stjórnandi"Einnota kortanúmer til að borga með á netinu (Virtual Card Number)" (tillaga frá Stefán Freyr Stefánsson vegna 2023-01-22), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
07 jún.
HilmirMikil vöntun á þessum fítus í íslensku bankakerfi.
Ef Indó myndu ríða á vaðið fyrir neytendur þá væri þeim mikill sómi af. -
08 ágú.
Einar Eidsson Stjórnandi"Leyfa fólki að vera með meira en einn reikning/kort" (tillaga frá Daði vegna 2023-08-03), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.