Millifæra og Greiða reikninga/kröfur beint úr sparibauk.
Þegar kröfur eru greiddar mætti vera hægt að velja sparibauk sem úttektarreikning.
Einnig mættu almennar millifærslur úr sparibauk beint á viðtakanda vera mögulegar.
Athugasemdir: 3
-
01 jún., '23
Andri Mar BjörgvinssonMér finnst aðal atriðið að hægt sé að velja útaf hvaða reikning er greitt þegar maður greiðir kröfu.
6
Ég vil ekki hafa alla fjárhæðina inn á Debetkortareikning, einungis þá upphæð sem ég ætla greiða með kortinu. -
01 nóv., '23
Einar Eidsson Stjórnandi"Borga reikninga út af sparibauk" (tillaga frá Eden vegna 2023-11-01), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
02 jan., '24
Þór EBÞetta þyrfti að koma í gegn. Það vinnur alveg gegn mínu skipulagi að greiða reikninga frá debetkortinu, en á debetkortinu er dagpeningur/neyslupeningur á meðan reikningar greiðast út frá öðru skipulagi. Þannig er t.d. leiðinlegt að eiga ekki fyrir reikningum sem búið er að tímasetja að greiðast á eindaga fram í tímann. Ef hægt væri að skipa bauk sem greiðslustað þá væri þetta þægilegra. Ég myndi eflaust hafa sér bauk bara fyrir reikninga mánaðarins.
2
Það mætti líka sameina fleiri færslur hér tengdum millifærslum yfir á þessa hugmynd svo að þetta mál fái meira vægi.