Lán: Húsnæðislán
Athugasemdir: 17
-
13 feb., '23
Hjörtur AðalsteinssonMín hugmynd er að Indó geti boðið verðtryggð húsnæðislán með föstum 4% vöxtum og selt bréfin jafnharðan til lífeyrissjóða/fjárfesta.
4 -
13 feb., '23
DagbjortGefa moguleika á að endurfjármagna húsnæðislán fra oðrum bonkum og þannig komast yfir til ykkar, ég trúi þ´vi að með þeim moguleika þa´skopum við mannlegri afborgannir af húsnæði og getum haldidð því, nú blasir við morgum að þurfa að selja ofanaf ser husnæði, en kannski í krafti fjoldans gæti verið hægt að bjoða uppá betri lanakjor hjá ykkur.
7 -
16 feb., '23
Vilborg G HansenBjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán með vöxtum á einhverju bili þ.e. með rauðum strikum. T.d. frá 2-4% þ.e. að vextir láns geti ekki breyst nema frá 2-4% og þannig varið fólk gegn því sem er að gerast nú. Greiðslumat sem er gert m.v. 3% vexti er augljóslega kolfallið þegar búið er að hækka vextina upp í 7-8% eins og nú er verið að gera. Þeir sem lána húsnæðislán taka lán sjálfir á ákveðnum vöxtum og því ættu vextir láns sem veitt er til húsnæðiskaupa til almennings ekki að geta hækkað langt frá því sem það er veitt.
5 -
24 apr., '23
Einar Eidsson Stjórnandi"Óverðtryggð lán með lágum vöxtum" (tillaga frá Svava Ingimars vegna 2023-04-21), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
9 -
28 jún., '23
Ásta HafbergÞað sem sagt er að ofan.
-
20 ágú., '23
JohannÉg mundi gjarnan vilja sjá óvertryggð lán á "indó kjörum" 10 -20 - 40 ára. Má vera í gjaldeyri. Það er auðvitað ekki hægt að bjóða uppá óverðtryggð lán í krónum á meðan ekki er hægt að treysta hér yfirvöldum.
3 -
01 sep., '23
Einar Eidsson Stjórnandi"Húsnæðislán fyrir húsnæði sem þú býrð sannarlega í" (tillaga frá Hafdís Óladóttir vegna 2023-08-31), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
3 -
03 sep., '23
EydísEndilega skoða húsnæðislán.
2 -
25 okt., '23
EinarMannleg húsnæðislán fyrir íbúðarhús með mannsæmandi vöxtum. Núna er ég búin að borga hátt í 3 millur á 8 mánuðum og af því fór 60.000 í höfuðstól. Og er það óverðtryggt
1 -
06 nóv., '23
Steinunn SINDÓ á að bjóða óverðtryggð lán með 4- 5% föstum vöxtum til MAX 20 ára og jöfnum greiðslum ✅
3
Þannig fást fleyri fjárfestar að borðinu ✅
Eingöngu fyrir viðskiptavini Indó ✅ -
27 nóv., '23
Valur SameinaðHugmyndin er lán til einstaklings við kaup á íbúð og eða hlutabréf
-
28 nóv., '23
Einar Eidsson Stjórnandi"Lán" (tillaga frá Valur vegna 2023-11-27), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
30 nóv., '23
Einar BjarnasonÉg sá sniðug lán í Svíþjóð. Það var óverðtryggt lán á föstum vöxtum til 20-30 ára. Lántaki borgaði bara vexti en ekki inn á höfuðstól. Fasteignin hækkaði mikið í verði á 30 árum og eignarhlutur lántaka jókst. Eiginlega eins og örugg leiga. Þegar viðkomandi selur er lánið gert upp og bankinn fær sitt +vexti. Lántakinn fær mismun á láni og hvað fasteignin hefur hækkað í verði. Afborganir verða lægri.
1 -
23 okt., '24
Elís Dofri G Gylfason SameinaðÍ dag eru fasteignalán á íslandi þau verstu í heiminum, hvergi annarsstaðar fyrirfinnast jafn slæm lán. Hversu slæm þessi lán eru sést sérstaklega núna þegar verðbólgan er eins há og í dag. Bankar á Íslandi geta í raun ekki tapað á lánum sem eru ekki með fasta vexti. Það á að vera áhætta hjá bæði bönkunum og þeim aðila sem tekur lánið. Á Íslandi er engin áhætta, bankarnir græða alltaf vegna þess að vextir á láninu eru umfram stýrivexti. T.d. Í Bandaríkjunum eru hefðbundin lán 5-10-15-30 ára fasta vexti. Þú ert sem sagt alltaf að borga það sama af láninu. Jafn mikið af höfuðstól á mánuði og jafn mikið í vexti. Síðan eru til lán sem eru svipuð og Íslensku óverðtryggðu lánin en ekki alveg jafn slæm þau eru kölluð ARM lán og eru með fasta vexti um ákveðið tímabil þangað til þeir losna (eins og á Íslandi) nema að vextirnir geta aldrei farið yfir 5%. Í stuttu máli brjótið upp þetta lánafangelsi sem Íslendingar eru í og hver og einn einasta Íslendingur mun stunda viðskipti við Indó Banka.
1 -
25 okt., '24
Einar Eidsson Stjórnandi"Fasteignalán, gerð rétt" (tillaga frá <Falið> vegna 2024-10-23), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
29 okt., '24
Hafdis Ran Sævarsdóttir SameinaðSanngjörn húsnæðis lán
-
03 nóv., '24
Einar Eidsson Stjórnandi"óverðtryggt húsnæðis lán á sanngjörnum vöxtum" (tillaga frá <Falið> vegna 2024-10-29), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.