Setja afganginn af 100kr til hliðar á sparnaðarreikning
Dæmi, þú ferð og verslar þér eitthvað gott í hádegismat, kostar 1.830kr, sem þýðir að það er 70kr upp í næsta hundrað. Þessar 70kr eru færðar á annan reikning til að spara og eftir mánuðinn er kominn smávegis sjóður bara fyrir það eitt að nota kortið af og til. Auka fítus væri að geta sett margfaldara á upphæðina þannig að í stað 70kr þá fer 140kr eða 210kr eftir markmiði hvers og eins
Athugasemdir: 5
-
05 des., '22
JakobNokkrir virtual banks bjóða upp á þessa tegund af sparnaði.
Væri sniðugt að bjóða uppá analytics af fyrri færslum og sýna fólki hvað það gæti sparað á X árum með því að færa til hliðar pening við hverja færslu? -
06 des., '22
Þór EBÉg væri til í að geta sett inn annaðhvort krónutölu eða % sem aðgerð af reikningi X á X tímabili. Þeas reglulegan sparnað sem ég stýri sjálfur inn á sparnaðarreikning.
-
26 feb., '23
Hákon JenssonGóð hugmynd
-
26 mar., '23
Gunnlaugur LárussonFrábær hugmynd!
-
03 jún., '23
KjartanGeggjuð hugmynd! Til að bæta við auka fítus væri hægt að læsa sparnaðinum í 3mán, 6mán, 9mán og 12mán (jafnvel lengur) þegar það kemur að því að Indó verður með læsta sparnaðarreikninga. Þá væru vextirnir jafnháir og um læsta sparnaðarreikninga væri að ræða. Upphæðin (+ vextir) væri svo laus til útborgunar eftir að tímabilinu lýkur eða lögð sjálfkrafa inn á debetkortareikninginn aftur.