Sparisjóður og tryggingafélag
Þegar ég bjó í Svíþjóð átti ég viðskipti við þennan banka sem rak einnig tryggingarfélag. Þetta er ekki ósvipað dæmi í grunnhugsun (óhagnaðardrifið). Hvert lén er með sinn rekstur undir einni regnhlif sem nær yfir Svíþjóð. Væri hægt að stofna útibú hér og hagnaðurinn verður eftir hér á landi til samfélagsmála. Myndi spara hugbúnaðargerð og kostnað við greiðslukerfi.
https://www.lansforsakringar.se/goteborg-och-bohuslan/privat/
Var t.d með bíl sem ég flutti hingað í fyrra þarna úti borgaði ég 28000 ísk á ábyrgðatryggingu ódýrasta hér á Íslandi 109000 ísk
Athugasemdir: 7
-
05 des., '22
JakobJá takk samstarf við Svíana og ódýrar tryggingar.
1 -
31 jan., '23
ValbergEf eitthvað er nauðsynlegt hér á landi, þá er það þetta!
1 -
08 feb., '23
Einar Eidsson Stjórnandi"Tryggingar😀" (tillaga frá SIGRÍÐUR ÓSK ÞÓRISDÓTTIR vegna 2023-01-30), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
11 feb., '23
Þórunn Kristín M ArnardóttirTryggingar
2
Væri mikil hagsbóta fyrir heimilin. -
27 feb., '23
SkúliÞað vantar alveg tryggingafélag (sérstaklega ökutækjatryggingar) sem tekur viðskiptavini ekki i bakaríið (kann ekki við að nota sterkari orð)
2 -
11 feb.
ErlaÞetta er frábær hugmynd, pottþétt hægt að bjóða betri díla á tryggingum en er í boði á landinu.
Langar að nefna dýratryggingu sérstaklega því þær eru svo hrikalega háar hér á landi og á so kjánalegir skilmálar stundum/oft. Veit að það er eitthvað svoleiðis í boði í td. Áhættu íþróttum, að tryggja sig sérstaklega fyrir einhverju ákveðnu í bæði lengri og skemmri tíma.
Bílatryggingar og fleiri eru auðvitað rán það vita allir held eg -
12 feb.
FriðrikTryggingafélög á íslandi eru hagnaðardrifin auk þess að veita stærri aðilum verulega afslætti á tryggingum sem kemur bara niður á almenningi sem er látinn niðurgreiða afslættina. Ég vil sjá tryggingafélag sem mismunar ekki viðskiptavinum og ég vil ekki borga tjón á bílaleigubílum sem ferðamenn valda eins og reynt var fyrir stuttu með því að hækka iðgjöld á almenning.
1