Lán: Lána frá öðrum indóum
Fá lán frá öðrum indóum
Athugasemdir: 9
-
06 sep., '22
ÞórVæri jafnvel hægt að sækja í jafningalánasjóð þar sem aðrir Indóar hafa ráðstafað X upphæð af sínu ráðstöfunarfé til útlána og fengju X% sem hlutfall af þeim sarpi.
2 -
05 des., '22
JakobFrábær hugmynd.
1 -
03 feb., '23
RobbiHljómar vel þetta hugmynd
-
26 feb., '23
Hákon JenssonGeggjuð hugmynd. Áfram indó
1 -
08 jún., '23
HelgiMjög skemmtileg hugmynd. Þá gætu indóar ráðstafað einhverjum hluta af inneignum sínum (t.d. sparnaðinum) til að lána öðrum til yfirdráttar, og væri þá peningurinn ekki aðgengilegur þeim sem lánaði á meðan. Til að taka út sparnaðinn mætti kannski koma upp einhvers konar biðröð. Þetta er eflaust allnokkru flóknara en það hljómar, en samt ofboðslega skemmtileg hugmynd sem gæti haft áhugaverð áhrif á lánamarkaðinn ef almenningur getur lánað öðrum til yfirdráttar á miklu hærri vöxtum en gengur og gerist á innlánsreikningum.
-
27 jún., '23
BergurSkemmtileg hugmynd en það þarf að leggjast vel yfir hana. Þeir sem eiga mikinn pening eru líklegri til að lána og þeir sem eiga engan pening líklegri til að taka lán.
1
Það gæti því myndast fljótt ójafnvægi og jafnvel lykta smá eins og smálán þar sem er verið að nýta sér fátækt annarra. Gæti einn aðili tekið lán hjá mörgum og verið með marga yfirdrætti? Það þarf líka að pæla hverjir yrðu vextirnir, til hversu langs tíma væri lánið og hvernig yrði innheimtu háttað ef lánið er ekki greitt? -
17 nóv., '23
HÁGæti virkað eins og víxill.
-
28 feb., '24
Jónas SameinaðSmá lán fyrir vini. Lán þannig maður geti lánað vini sínum á settum kjörum. Smá lán fyrir almenning.
Gæti verið undanfari hóplána, þar sem fólk getur lagt saman í púkk fyrir einn við til dæmis kaup á íbúð. -
08 mar., '24
Einar Eidsson Stjórnandi"Vinalán" (tillaga frá <Falið> vegna 2024-02-28), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.