Lán: Lítill en ókeypis yfirdráttur
Athugasemdir: 18
-
15 sep., '22
Guðríður SigurbjörnsdótirÞetta finnst mér frábær hugmynd!
-
10 okt., '22
SvanhvítFrábær hugmynd!
-
10 okt., '22
FriðrikStórt atriði fyrir marga, þurfa ekki að farast úr áhyggjum þótt staðan fari óvart niður fyrir núllið.
-
26 okt., '22
TómasBer þetta ekki svolitla áhættu ef að fólk byrjar að setja sig í x djúpar skuldir án áhættu.
-
27 okt., '22
Einar Eidsson StjórnandiEins og stendur í hugmyndinni, þá yrði þetta "lítill" yfirdráttur sem gæti aldrei einn og sér sett fólk í djúpar skuldir
-
08 feb.
Anna María SverrisdóttirMér finnst töluvert mikilvægt atriði að geta haft aðgang að yfirdrætti.
Það er eiginlega nauðsynlegt til að geta fært sig alfarið frá gamla bankanum. Ég hef t.d. 700 000 króna yfirdráttarheimild í Landsbankanum en hef ekki nýtt mér eyri af henni í 3-4 ár. Það gefur hins vegar öryggistilfinningu að geta reddað sér ef eitthvað klikkar. Fyrir mig sjálfa myndi duga að hafa 4 - 500 000 krónur upp á að hlaupa ef bíllinn klikkar eða pípulagnirnar gefa sig eða whatever. Líklega þarf að eiga alltaf eittthvað inni í gamla bankanum til að halda heimildinni þar. -
09 feb.
Jack Hrafnkell DanielssonGóð hugmynd en hvernig yrði með afborganir af slíkum yfirdrætti, segjum sem dæmi 500 þúsund?
Hvaða hugmyndir eru hjá ykkur með afborganir td. fyrir fátækan öryrkja sem þarf jú líka að komast af? -
10 feb.
ValbergEf creditkorta fyrirtæki geta gefið þér yfirdráttarheimildi "ókeypis" á kreditkortin, afhverju þá ekki Indó? Vissulega þyrfti að meta hvern og einn, en það er vel hægt. Mætti jafnvel hafa það þannig að, fyrstu 3 mánuðina er það ókeypis, svo leggjast vextir (reiknaðir á ársgrundvelli) sem myndu vera þeir sömu og er á veltu reikninginum, þ.e.a.s ef það eru 3%, þá eru vextir á yfirdráttinn 3%. Það væri ekkert óhóflegt.
-
11 feb.
Elínborg KjartansdottirEr möguleiki að fá að vita hve há prósenta eru konur sem eigendur ?
Sýnist eigendur yfir 90 prósent karlar ? -
16 apr.
AndriAf hverju ætti banki að bjóða frítt lán? Þetta eru ekki góðgerðarsamtök
-
22 apr.
HugrúnHvernig er með þa sem eru a vanskilaskra geta þeir tekið sma yfirdratt hja ykkur? Þa auðvitað með akveðnum afborgunum a manuði.
-
08 jún.
Leiðinlegi RaunveruleikinnAuðvitað finnst fólki það ljómandi góð hugmynd að fá ókeypis lán á peningum með tilheyrandi áhættu fyrir lánveitandann. Mér finnst það líka frábær hugmynd að Bónus gefi mér bara matinn minn og að Toyota umboðið láni mér bíl án þess að rukka mig fyrir það. Það væri rosalega heppilegt fyrir mig.
-
21 jún.
brekiMér finnst þetta fáranleg hugmynd, á bara að gefa ÖLLUM peninga frítt?!?
-
25 jún.
BertiList vel á þetta
-
28 jún.
Ásta yFrábært að gefa kost á því.
-
03 júl.
ValdimarHvernig væri það að bjóða þeim sem eiga fasteignir yfirdrátt á hagstæðari kjörum til Dæmis 100,000 1% 200,000 2%
-
22 júl.
oddur thorarensen stefánssonVæri geggjað að geta verið með yfirdrátt hjá ykkur málið er ég þarf að kannski að nota hann til þess að borga fyrir flísalagnir eða flísar til þess að klára baðherbergið geggjuð hugmynd
-
15 sep.
JÓHANNAHvað er "litill" yfirdráttur? Ekki hlynnt storum og sifelldum yfirdrattum.