Greiðslur: Alþjóðagreiðslur
Að hægt sé að taka við og flytja peninga erlendis
Athugasemdir: 9
-
06 sep., '22
Egill Anton HlöðverssonVæri gott að geta sent peninga í ISK til útlanda án þess að þurfa breyta þeim fyrst í USD, EUR...
-
16 jan.
Sverrir ArnórssonHérna gæti Indó boðið miklu betri þjónustu heldur en stóru bankarnir. T.d. hjá dökkbláum banka er aðeins hægt að framkvæma SEPA greiðslur milli kl 8-16 á virkum dögum, og svo fara þær í gegn næsta virka dag. Þetta er ótrúlega pirrandi, sérstaklega að geta ekki gert greiðsluna eftir kl 16 og þá bara beðið aðeins lengur eftir því að hún fari í gegn, frekar en að gleyma því eða þurfa að setja reminder um að millifæra daginn eftir. Þetta ferli er almennt ekki mjög notendavænt.
Þegar ég ræði við félaga mína erlendis, þá þykir þeim þetta alltaf jafn skrýtið hvað ég þarf að fara í gegnum margar hindranir til að millifæra yfir á erlendan reikning. -
27 jan.
Gustaf ValbergEr ódýrara að millifæra peninga á erlendan bankareikning frá ykkur heldur en að nota Wise td?
-
27 jan.
Bragi HalldórssonÉg er ekki búinn að prófa það, geri ekki ráð fyrir að það sé ennþá hægt, en ég nota PayPal í mínum rekstri (starfa sjálfstætt á eigin kennitölu) þar sem ég þarf mikinn og marþættan hugbúnað, mikið af því borga ég leigu einu sinni á ári, annað mánaðarlega og ástæða þess að ég nota PayPal er sú tryggingarvernd sem PayPal býður en eðlilega þarf ég að borga fyrir þessa tryggingu og öryggi og því tekur PayPal færslugjöld. Sé greiðslan einusinni á ári og kannski verulega há upphæð munar mig ekkert um þessi færslugjöld á móti örygginu sem PayPal veitir, blóðugar með lágar mánaðarlegar greiðslur en samt, öryggi.
Ég er því með kreditkort hjá banka á bak við PayPal reikninginn minn en er eins og segi ekki búinn að athuga hvort ég geti tengt INDÓ kortið við PayPal, þetta er jú „bara“ VISA'kort eins og þið segið. -
30 jan.
Einar Eidsson Stjórnandi"Opna reikninga í erlendri mynt" (tillaga frá Þorsteinn vegna 2023-01-28), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
31 jan.
ValbergÞað væri æðislegt ef tengdaforeldrar mínir getir nú sent konu minni eða barnabarni smá aur þegar þau vilja án þess að meginn þorri af peningunum gufi upp í allskonar gjöldum.
-
15 feb.
Magnús GunnarssonHafið samband við Transferwise og byrjið samstarf við þá 😊
-
21 feb.
Ásdís ValdimarsdóttirÞað væri frábært að einfalda erlendar millifærslur bæði til.og frá. Þetta er alltof mikið vesen og kostnaður hjá stóru bönkunum.
-
28 feb.
Einar Alexander Eymundsson"SEPA Instant" stuðningur væri frábær viðbót.