Reikningar: Sameiginlegir sparnaðar eða veltu reikningar
Að hjón, kærustupör eða vinir geti átt sameiginlegan sparnaðar eða veltureikning
Athugasemdir: 26
-
26 okt., '22
Tómasværi snild en er hægt að tryggja að til þess að koma í veg að annar aðili taki skyndilegan allan pening út að bæta við tvíþáttuðu öryggi t.d. tveir aðilar þurfa að setja leynikóða inn eða báðir aðalar þurfa að nota rafrænu skilríkin sín.
-
05 jan.
DavidNauðsynlegt er að hjón með sameiginlegan heimilisrekstur geti átt kost á að getra nýtt sameiginlegan útgjaldareikning sem sýnir betur stöðu mála milli hjóna. Við hjónin höfum ekki nægilega yfirsýn verandi í sitt hvorum bankanu
-
22 jan.
RósaAlgjört möst fyrir fólk í sameiginlegum heimilisrekstri.
Væri frábært að bjóða líka upp á að gefa bara skoðunarheimild á ákveðna reikninga. -
31 jan.
Sigurður HelgiVæri snilld ef hægt væri að hafa sameiginlegan reikning þar sem hvor aðilinn gæti verið með sitt kort, t.d. matarreikningur fyrir pör sem eru ekki með sameiginleg fjármál og þá að báðir aðilar gætu haft kort að þeim reikning í Apple pay.
-
03 feb.
RobbiÞað væri meira en nóg að geta séð og notað reikninga hjá maka eftir að fá leyfi með auðkenni eða annað leiði eins og hjá öðrum. Þarf ekkert að reikningurinn sé á nöfn bæði.
-
08 feb.
HjaltiÞetta er það helsta sem stoppar okkur frá því að færa okkur endanlega yfir, erum með sitthvorn reikninginn og svo sameiginlegan reikning í núverandi banka fyrir heimilisbókhaldið.
-
08 feb.
TÓTAVæri geggjað að hafa sameiginlegan reikning og að maki hafi aðgang að mínum og ég hans ef við óskum þess.
-
09 feb.
SnorriFrábær hugmynd. Við hjónin vorum með svona reikning þegar við bjuggum í USA og þetta er til þæginda, öryggis og yndisauka.
-
11 feb.
Gustav Helgi HaraldssonÞetta er möst...væri til í að ég og konan gætum notfært okkur þetta til að t.d greiða kröfur úr mismunandi reikngum etc...
-
12 feb.
Guðjón EinarNauðsynlegt! Tvö kort sami reikningur!
-
13 feb.
Einar Eidsson Stjórnandi"Fá aukakort fyrir maka á reikninginn" (tillaga frá Hafdís vegna 2023-02-11), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
13 feb.
Einar Eidsson Stjórnandi"Sjá reikninga og kröfur maka og barna" (tillaga frá Hafdís vegna 2023-02-11), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
13 feb.
Einar Eidsson Stjórnandi"möguleiki að vera með 2 kort á sama reikning" (tillaga frá sigurjon vegna 2023-02-10), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
13 feb.
Þór Stjórnandi"möguleiki að vera með 2 kort á sama reikning" (tillaga frá sigurjon vegna 2023-02-13), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
16 feb.
Sigurður EinarHvet ykkur að hafa sameigilega reikninga. Var að stofna reikning og sá eftirá að frúin gæti ekki notað hann með mér. Bíð spenntur eftir útfærslu hjá ykkur, gæti verið lausn að hafa tvö kort á reikningi?
-
06 apr.
KjartanSameiginlegur veltureikningur og getað séð og greitt kröfur maka og barna er forsenda fyrir að við hjónin komum í full viðskipti. Alveg ósammála um tvíþátta auðkenningu til að tæma reikning eða aðrar hindranir/samþykki fyrir aðrar aðgerðir maka. Ef fólk er í þeirri stöðu að geta ekki treyst maka sínum fullkomlega fyrir fjárhagnum þá er sameiginlegur reikningur ekki það sem hentar.
-
11 apr.
ValbergÞetta er klárlega eitthvað sem þarf að gerast. Að geta verið með sameiginlegan reiking þar sem bæði geta nýtt og skoðað og þannig haldið betur utan um fjármál heimilisins.
-
19 maí
ErlaTek undir það sem fram hefur komið, alveg nauðsynlegt fyrir hjón í sameiginlegum heimilisrekstri að bæði hafi yfirsýn yfir fjármálin og að bæði geti farið í Bónus án þess að þurfa að leggja inn á annan reikning til að borga.
-
25 maí
Sigurður HeimissonEr búinn að stofna reikning og allt klárt en mun ekki byrja að nota fyrr en konan getur fengið kort fyrir sama reikning.
-
05 jún.
BaldurVæri í raun nóg að geta séð reikninga/kort/færslur og kröfur á kennitölu maka. Sameiginleg sýn á fjármálin. Bónus ef það væri hægt að veita heimild til úttektar í báðar áttir. Ísland.is býður upp á að veita skoðunarumboð til maka með rafrænum skilríkjum, án eyðublaða, mæli með að fá inspó þaðan. Þið fáið alla makana hjá okkur nýjungagjarna fólkinu í viðskipti með þessu 😊
-
27 jún.
EyjólfurVið frúin erum með prófkúru á hvort annað í Íslandsbanka þannig að við getum umgengist reikninga hvors annars eins og þeir væru okkar eigin og viljum hafa það þannig áfram. Eins erum við með yfirsýn yfir bankareikninga krakkanna en af einhverjum ástæðum er ekki hægt að fá heimild til að færa fjármuni af reikningum barna sem mér finnst ókostur.
-
08 ágú.
Stefán ÖrnAlger nauðsyn að bjóða upp á sameiginlegan veltureikning 2ja einstaklinga með 2 kort og yfirsýn yfir kröfur beggja.
Margir eru með slíka reikninga fyrir sameiginleg útgjöld ógiftra para fyrir rekstur heimilisins og fjölskyldu. Við erum með þannig hjá Arion en vildum gjarnan geta fært það til Indó þar sem allt er eðlilegra :)
Alls ekki með tvíþættri auðkenningu eins og 1 stakk upp á hér, aðilar sem stofna til sameiginlega bankaviðskifta verða bara einfaldlega að treysta hvort öðru -
17 ágú.
BjarkiÞetta er must, hugsa þetta einnig sem safnreikninga fyrir börnin undir 18 ára etc.
-
12 sep.
KristjánVið hjónin erum með umboð hjá hvort öðru hjá okkar viðskiptabanka (umboð til upplýsingaöflunar og/eða fjárhagslegra aðgerða). Það þýðir að við sjáum stöður á reikningum og ógreiddar kröfur hjá hvort öðru, getum millifært óhindrað milli reikninga og hvort um sig getur greitt þær kröfur sem koma á annað hvort okkar. Reikningar, kröfur og kort eru alltaf gefin út á nafn viðkomandi einstaklings og engin ástæða til að breyta því. Hins vegar teljum við okkur ekki geta fært okkur að fullu til Indó fyrr en við höfum sameiginlega heildarsýn á fjármál heimilisins hjá bankanum gegnum gagnkvæmt umboð. Hlakka til þegar þessi kostur verður í boði hjá ykkur.
-
14 sep.
PállÞetta væri geggjað!!
-
25 sep.
Kjartan SverrissonÞetta er bráðnauðsynlegt fyrir sambúðarfólk með sameiginlegan fjárhag að hluta til, t.d. fyrir matarinnkaup eða sameiginlega reikninga. Við stígum skrefið til fulls yfir til Indó þegar þetta er komið inn.