Eigin athugasemdir við færslur
Möguleiki á að bæta við eigin athugasemd við hverja kreditfærslu á reikningum og kortum fyrir mann persónulega. Með þessu er bæði hægt að hafa betri yfirsýn yfir í hvað útgjöldin fara en einnig væri hægt að brjóta niður persónuverndarmúrinn sem skilur fjárhagsfærslur frá þeim vörum og þjónustum sem eru á bakvið færslurnar. Þannig væri hægt að líma inn kassastrimilinn fyrir innkaupin (er að verða meira og meira rafrænt) eða setja almenna skýringu á færsluna, utan þeirrar sem aðilinn á bakvið færsluna færir inn (sem er oft óþjált og skýrir lítið sem ekkert). Þessi skýring gæti t.d. verið texti, lyndistákn (emoji) eða mynd. Með því að hafa skýringarreitinn grafískan með mynd væri hægt að setja inn mynd af kassastrimlinum, mynd af vörunum, mynd af aðila sem tengist útgjöldunum osfrv.