Lán/yfirdráttur fyrir námsmenn

4 atkvæði

Menntasjóður býður upp á tvennskonar greiðslur. Annað hvort mánaðarlegar eða eingreiðsla í lok annar. Að fá greitt mánaðarlega getur verið erfitt fyrir námsmenn erlendis ef að skólakerfin samsvara ekki þeim íslensku. Þetta getur sett þá í þá stöðu að þeir fá ekki greiðslu í 1-2 mánuði meðan þeir bíða eftir einkunnum.
Flestir bankar bjóða upp á lán eða yfirdrátt fyrir námsmenn þangað til þeir fá eingreiðsluna í lok annar. Þetta gerir námsmönnum kleift að skipta peningnum á milli mánaða og að þurfa ekki að horfa á reikningana hækka meðan þeir bíða eftir einkunnum.
Ég óska eftir að Indó bjóði upp á einhverskonar lán fyrir námsmenn sem eru í minni stöðu svo þeir þurfi ekki að lenda í vandræðum með þessar mánaðarlegu greiðslur. Menntasjóður sýnir ekki áhuga á að laga þetta.

Samhliða þessu láni væri gaman að hafa læstan reikning sem heldur utan um lánið og leggur inná mann í hverjum mánuði og skiptir honum þannig niður fyrir mann.

Í rýni Tillaga frá: Edda Kosið: 07 jan. Athugasemdir 0

Athugasemdir: 0