Daglagt eyðslumarkmið

6 atkvæði

Hægt sé að setja daglegt eyðslumarkmið og viðhalda daglegum sparnaði sem endurspeglar hversu vel notandanum tekst að halda sig undir því.

Dæmi:
- Notandi ákveður að eyða 6.000 krónum á dag að meðaltali í mánuðinum, alls 180.000 í 30 daga mánuði.
- Notandi tekst kannski að eyða 2.000 krónum fyrsta daginn. Þá fara 4.000 krónur í sparnað.
- Notandi eyðir 11.000 krónum einn daginn og dragast þá allt að 5.000 krónur af sparnaðinum (en auðvitað aldrei þannig að hann fari undir 0).

Daglegi sparnaðurinn er þá leikjavæddur þannig að notandinn er alltaf með fyrir framan sig hvar hann stendur í markmiðinu sínu. Ekki væri verra að hafa einhvers konar „widget“ eða þess háttar í með rauntíma-stöðu.

Notandinn gæti líka notað sparnaðinn sem mælikvarða á hversu miklu hann getur leyft sér að eyða umfram 6.000. Sem dæmi, ef honum gengur vel að spara fyrstu dagana, þá getur hann safnað sér fyrir einhverju dýru, farið út að borða eða gert eitthvað sem er yfir daglega meðaltalinu.

Í rýni Tillaga frá: Helgi Kosið: 11 nóv. Athugasemdir 3

Athugasemdir: 3