Stafrænt "umslagakerfi" - hjálpar notendum að spara og áætla kostnað.
Eitt “umslag” yrði þá takmörkuð upphæð eða prósentuhlutfall fyrir tímabil fyrir hvern flokk. Hægt væri að vera með sýndarkort fyrir hvert umslag sem gæti einungis virkað í fyrirfram ákveðnum verslunum eða eitt kort sem greinir færslur milli umslaga.
Dæmi um klassískt “umslag”:
- Matarinnkaup - 20.000 ISK á viku - virkar í Bónus, Krónunni og Nettó - Fyllist vikulega á mánudögum.
Lykil atriði fyrir hvert “umslag”
- Velja þema (matarinnkaup, eldsneyti, áskriftir…)
- Tímabil (helgi, vika, mánuður, ár, sérsníða)
- Upphæð (krónutala eða t.d. % af launum)
- Einstakt umslag eða regluleg endurtekning
- Allt opið eða takmarka við ákveðna söluaðila
- Val um að fá tilkynningar um stöðu umslags (t.d. á “þú ert hálfnaður með umslagið fyrir Matarinnkaup”
Bónus eiginleikar:
- “Widget” fyrir síma
- Takmarka kort á fyrirframgefnum tímabilum (t.d. frá miðnætti til morguns um helgar fyrri þá sem eiga í vandræðum með kortanotkun eftir nokkra drykki)