Ég vil geta borgað vini mínum með appinu ykkar á minna en 5 sekúndum.

1 atkvæði

Ég vil að appið ykkar geti lesið texta eða ljósmynd af texta eða qr kóða sem innheldur textann.

Textinn myndi innihalda skýringu, reikninsnúmer, kennitölu og upphæð sem ég á að borga.

Það er villugjarnt og seinlegt að skrá þessa sex reiti (skýring, banki, útibú, reikningsnúmer, kennitala, upphæð) og það væri mjög auðvelt fyrir ykkur að "parsa" þetta úr texta.

Dæmi: Ef ég fæ þennan póst frá vini mínum vil ég getað notað copy og paste inn í appið ykkar:
Leikhússmiði kr 4235 reikn 401-26-80007 kt 170964-7999

Enginn innsláttur væri þá nauðsynlegur.

Þessi flýtileið gæti munað því að fólk myndi millifæra beint á hvort annað í stað þess að nota kredit (eða debet) kort.

Ekki á dagskrá Tillaga frá: Kári Harðarson Kosið: 09 feb. Athugasemdir 0

Athugasemdir: 0