Greiðslugátt fyrir vefsíður
Það vantar aðferð fyrir venjulegt fólk (ekki bara fyrirtæki) til að taka á móti greiðslum á vefsíðum ef verið er að selja til að hafa smá auka tekjur. Það er orðið frekar þreytt að ekki sé hægt að taka við greiðslum án þess að hafa ehf á bak við sig og þurfa svo að borga stofngjald, mánaðargjald, "af því að það ert þú" gjald og svo mætti lengi telja. Þetta þarf svo að setja upp sem viðbót (plugin) fyrir t.d Wordpress (Woocommerce) og s.frv.
Athugasemdir: 3
-
17 feb.
Einar Eidsson Stjórnandi"Greiðslugátt: Indó sem greiðslumöguleiki í vefverslunum" (tillaga frá Valberg vegna 2023-02-16), auk atkvæða (1) og athugasemda (0), hefur verið sameinuð þessari tillögu.
-
11 apr.
ValbergEinn möguleiki væri að bjóða upp á einfalda millifærslu fyrir vörur, í þessu tilfelli, milli Indó reikninga. Viðskiptavinur væri þá sendur inn á greiðslusíðu á vegum Indó og myndi þá auðkenna sig í gegnum Íslykil (skilst að það sé "frítt" eins og er). Þannig væri þetta greiðslugátt fyrir viðskiptavini Indó og ef viðkomandi væri ekki með Indó, þá væri e.t.v hægt að bjóða viðkomandi að koma í viðskipti í greiðsluferlinu og þannig fá nýja Indóa. Þau gætu svo greitt stuttu síðar fyrir vöruna sína með nýja Indó aðganginum sínum. Væri þá t.d hægt að senda e-mail á viðkomandi þegar indó aðgangurinn væri tilbúinn með hlekk á vöruna sem átti að versla svo hægt væri að klára söluferlið og þannig gert þetta enn þægilegra.
En ef viðskiptvinur væri þá þegar með Indó reikning, þá myndi vv auðkenna sig og klára millifærsluna og því næst sendur aftur til baka á vefsíðuna sem varan var keypt á og þannig ljúka viðskiptum. -
11 apr.
Jessicaþetta væri svo gagnlegt!