Mótaðu indó með okkur!

Við erum með allskonar hugmyndir um hvernig indó á að líta út í framtíðinni - en mestu máli skiptir auðvitað hvað þér finnst!

Viltu hjálpa okkur að móta indó? Með því að kjósa hvað þér finnst mikilvægast hér að neðan eða koma með nýjar hugmyndir ert þú að hjálpa okkur að forgangsraða vöruþróun indó!

Geta sent fullgildar kvittanir á aðra en sjálfan sig

"Senda kvittun" virknin sendir bara kvittun á mann sjálfan en betra að geta sett inn viðtakanda beint. Þá slepp ég við að áframsenda pósta til annarra sem áttu að fá ...
Tillaga frá: Ægir Þór Steinarsson (07 jún.) Kosið: 10 júl. Athugasemdir 0
Á dagskrá

Möguleiki á að millifæra á aðrar kennitölur frá sparibaukum

Tillaga frá: Þór EB (31 maí) Kosið: 17 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Kúluspil fyrir litblinda

Skemmtileg, en tilganslaus fídus að hafa kúluspil í appinu. Ég er hinsvegar litblindur og mér gengur ekki rosalega vel :(
Tillaga frá: Ingólfur Sigurbjörnsson (21 feb.) Kosið: 02 jún. Athugasemdir 0
Í rýni

Geta tekið myndir af kvittunum og geymt þær í indo appinu

Það væri geggjað ef það.væri hægt að taka ljósmyndir sem fá læsinlegan filter á sér og geyma í gegnum indo appið. Svipað og er hægt að gera með CamScanner appinu. Það ...
Tillaga frá: Johann Helgi Stefansson (01 feb.) Kosið: 30 apr. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Kaupa og selja rafmyntir í appinu

Tillaga frá: No coiner (30 nóv., '22) Kosið: 25 júl. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Áætlað og sundurliðun líffeyris

Væri til að sjá áætluð útborgun á ellilíffeyris eftir 67 ára aldurs. Einnig væri ég til að sjá heildarupphæð séreignarsparnað/viðbótarsparnað sem er greitt hluta af ...
Tillaga frá: DDD (12 okt., '22) Kosið: 25 júl. Athugasemdir 2
Í rýni

Læstur reikningur með stillingum

Læstur reikningur með stillingum þannig að hann leggur inn á mann upphæð mánaðarlega eða vikulega eftir þörfum. Þannig gæti maður skipt peningnum sínum niður út ...
Tillaga frá: Edda (25 júl.) Kosið: 17 ágú. Athugasemdir 1
Í rýni

Hafa fleiri sparnaðarreikninga tvöfalda þá 10 sem eru.

Mér finnst 10 sparnaðarreikningar ekki nóg því hver er með sitt markmið og það er gott að geta haft fleiri markmið.
Tillaga frá: ESÞ (21 jún.) Kosið: 03 ágú. Athugasemdir 1
Í rýni

Kolefnisjöfnun

Það væri frábært ef þið gætuð íhugað að kolefnisjafna ykkur á annan hátt en með Kolvið sem eru bara að planta ágengum erlendum furutegundum sem byrja ekki að ...
Tillaga frá: Marta C (30 jan.) Kosið: 05 maí Athugasemdir 1
Í rýni

Lán/yfirdráttur fyrir námsmenn

Menntasjóður býður upp á tvennskonar greiðslur. Annað hvort mánaðarlegar eða eingreiðsla í lok annar. Að fá greitt mánaðarlega getur verið erfitt fyrir námsmenn ...
Tillaga frá: Edda (25 júl.) Kosið: 17 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Sjá stöðu á sparnaðarreikningi eftir millifærslu

Eins og sparireikningur er í dag sést bara punktstaða. Það væri gott að geta séð hver staðan var eftir innágreiðslu/úttekt aftur í tímann til að geta td borið saman ...
Tillaga frá: Sigurbjörn (28 jún.) Kosið: 17 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Indó á spænsku

Mikið af nýlegum innflytjendum á Íslandi eru spænskumælandi sem hafa ekki enn náð góðum árangri í ensku eða íslensku.
Tillaga frá: Þór EB (21 jún.) Kosið: 03 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Auka sýnileika á greiddum kröfum

Kröfur flipinn inniheldur bara "Ógreitt", "Greitt á eindaga" og "Valreiðslur" hjá mér, hvergi er hægt að sjá þær kröfur sem voru t.d. greiddar í gær. Já, ég get séð ...
Tillaga frá: Gummi A (03 jún.) Kosið: 14 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Tölfræði um í hvað maður hefur eytt pening

Vera með tölfræði aðgengilega þar sem maður getur séð hve miklu maður hefur eytt í mat, afþreyingu, o.s.frv. yfir eitthvað ákveðið tímabil.
Tillaga frá: Sigurður Guðni Gunnarsson (02 jún.) Kosið: 25 júl. Athugasemdir 0
Í rýni

Sparnaðarreikningur fær reikningsnúmer og möguleika á millifærslum og greiðslu reikninga

Það þyrfti endilega að gefa sparnaðarreikningum reikningsnúmer og opna á möguleikann að geta greitt reikninga frá honum og tekið á móti og sent millifærslur, þvert á ...
Tillaga frá: Þór EB (30 maí) Kosið: 29 ágú. Athugasemdir 0
Lokið

Flokkar

Geta sett hverja færslu í ákveðinn flokk sem hver notandi getur búið til, t.d. matarinnkaup, lækniskostnaður, leikhús, út að borða… og í lok mánaðar er eyðsla fyrir ...
Tillaga frá: María (26 maí) Kosið: 25 júl. Athugasemdir 0
Í rýni

Lengri skýringardálk með millifærslum

Góðan dag. Þar sem ég hef verið að sjá um fjármál annarra (svo sem f fatlaðan einstakling og eldi konu) þá vantar að hægt sé að setja lengri skýringartexta með ...
Tillaga frá: Kristín Þórðardóttir (11 maí) Kosið: 21 ágú. Athugasemdir 0
Á dagskrá

Samstarf við Apple

Vera fyrsti bankinn utan US, sem tekur upp Apple Card kreditkort
Tillaga frá: Hugmyndaríkur (30 jan.) Kosið: 22 jún. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Geta ýtt á færslu í færslulista og millifært á viðkomandi

Það væri mikil UX bæting ef hægt væri að einfaldlega ýta á færslu í yfirliti og millifæra á þann aðila. Ég get fundið viðkomandi í leit eða bara með að scrolla en svo ...
Tillaga frá: Ægir Þór Steinarsson (06 jún.) Kosið: 31 júl. Athugasemdir 1
Í rýni

Lækka vexti um 0,5% til 1% á veltureikningnum og hækka þá vexti á sparireikningnum um þá prósentu.

Þar sem Indó getur ekki hækkað vexti meira á sparireikningum. Þá dettur mér í huga að það yrði lækkaðir vextirnir um 0,5% til 1% á veltureikningnum og hækka þá vexti ...
Tillaga frá: Hjalti (05 jún.) Kosið: 03 ágú. Athugasemdir 1
Ekki á dagskrá

Færa sparibauka

Færa/draga sparibauka upp og niður til að hafa í þeirri röð sem þú vilt í stað þess að nýjasti fari neðst.
Tillaga frá: Viktor (01 ágú.) Kosið: 19 sep. Athugasemdir 0
Á dagskrá

Staðfesta kortagreiðslu: sýna heildarupphæð

Þegar maður er á skjámyndinni þar sem maður er að staðfesta kortagreiðslu, þá sést gengið á gjaldmiðlinum sem er verið að kaupa vöru/þjónustu í og hversu mikið af ...
Tillaga frá: Daníel (30 júl.) Kosið: 10 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Tengja Indo við Aurbjörg(u)

Væri gott að geta tengt Indí reikning við þjónustu Aurbjargar til að fá betri heildarsýn yfir fjármálin.
Tillaga frá: Baldur Þórsson (07 júl.) Kosið: 13 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Tilkynning þegar innstæða fer undir ákveðin mörk

Flestir bankar bjóða upp á að fá tilkynningu þegar innstæða tékkareiknings fer undir ákveðin mörk. Kemur í veg fyrir vandræðalegar synjanir í búðum :) Það væri snilld ...
Tillaga frá: Georg Brynjarsson (01 júl.) Kosið: 03 ágú. Athugasemdir 0
Lokið

Fjárvörslureikningur lögmanna

Það væri frábært að geta verið með fjárvörslureikning lögmanna hjá bankanum.
Tillaga frá: Margrét (29 jún.) Kosið: 08 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

TAX free verslun erlendis

Hugmyndin mín er mjög bold, en á þá leið að þegar maður verslar erlendis t.d í Frakklandi þá er endurgreiðsla á vsk / TAX free frekar rafræn en ef indó gæti partnerað ...
Tillaga frá: Jóhannes Ólafur Jóhannesson (28 jún.) Kosið: 10 júl. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

niðurhala yfirliti í Excel formatti

Tillaga frá: IMAC (26 jún.) Kosið: 10 ágú. Athugasemdir 0
Lokið

Sýna reikningsnúmer sendanda millifærslu

Tillaga frá: Þór EB (26 jún.) Kosið: 17 sep. Athugasemdir 0
Á dagskrá

Fá vexti greiddan á annan reikning

Fá vexti greidda á annan reikning en þeir urðu til á.
Tillaga frá: Þór EB (05 jún.) Kosið: 09 júl. Athugasemdir 0
Í rýni

Sparitrix: Veltu og innistæðutengt

Hugmynd: Hafa sparitrix sem myndi byggja á veltu og innistæðu. Dæmi: Ef að innistæða meira en 25þ þá spara 5% af veltu síðustu 7 daga (en þó ekki fara undir ...
Tillaga frá: Anton (02 jún.) Kosið: 06 jún. Athugasemdir 0
Í rýni

Millifærslu aðilar

Ýtt á + til þess að bæta aðilum við listan sem þú hefur mestu viðskiptin við ( í dag virkar það bara að þú þart að millifæra á þaug til að fá þaug á listan.)
Tillaga frá: Aron Örn Jóhannsson (01 jún.) Kosið: 10 júl. Athugasemdir 0
Í rýni

Möguleiki á að sjá yfirlit yfir sparibauka á forsíðu

Möguleikinn á að geta séð yfirlit yfir stöðu sparibauka á forsíðunni, en einnig að hægt sé að slökkva á því og velja hvaða baukar eru á forsíðunni.
Tillaga frá: Þór EB (30 maí) Kosið: 31 maí Athugasemdir 0
Í rýni

Reglulegur sparnaður sem %tala

Reglulegur sparnaður fyrir sparibaukinn er nú ákveðin krónutala, en við þetta mætti vera hægt að geta sett hlutfallslega til hliðar og þannig í %.
Tillaga frá: Þór EB (30 maí) Kosið: 03 jún. Athugasemdir 0
Í rýni

Greiða greiðsluseðla

Það vantar möguleikann á að greiða greiðsluseðla í appinu. Ef þú færð greiðsluseðil sem ekki fylgir krafa, eða að þú þarft að greiða greiðsluseðil fyrir þriðja aðila ...
Tillaga frá: Þór EB (26 maí) Kosið: 28 jún. Athugasemdir 0
Í rýni

Indó Merch

Ókeypis markaðssetning fyrir ykkur! Happdrætti fyrir valda notendur sem fá svo Indó Merch!
Tillaga frá: Snævar Ingi (10 apr.) Kosið: 27 apr. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Kort: Sérsniðið físískt kort

Möguleikinn á að sérsníða plastkort / físískt kort gegn greiðslu (því kostnaður eykst við fjölbreytileika í kortum). Hægt væri að bjóða upp á sniðmát sem kosta X1 og ...
Tillaga frá: Þór EB (06 des., '22) Kosið: 30 apr. Athugasemdir 0
Í rýni

Qr code í síma appið til að greiða fyrir verslun og þjónustu um allan heim,

Tillaga frá: Birgir Larusson (26 sep.) Kosið: 26 sep. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Eigin athugasemdir við færslur

Möguleiki á að bæta við eigin athugasemd við hverja kreditfærslu á reikningum og kortum fyrir mann persónulega. Með þessu er bæði hægt að hafa betri yfirsýn yfir í ...
Tillaga frá: Þór EB (21 sep.) Kosið: 21 sep. Athugasemdir 0
Í rýni

Bitcoin

Hafa möguleika á að kaupa og fjárfesta með Bitcoin.
Tillaga frá: Baldur Þórsson (17 sep.) Kosið: 17 sep. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Greiða hluta af kröfu.

Sumar kröfur eru með opið fyrir að greiða inná kröfu. Það þarf að fá í appið svo hægt sé að greiða inná hana.
Tillaga frá: Jón Þór (15 sep.) Kosið: 15 sep. Athugasemdir 0
Í rýni

Staða reiknings mætti vera sýnileg þegar kröfur eru greiddar

Það er rosalega skrýtið og frekar óþægilegt að sjá ekki stöðuna á reikningnum sem verið er að taka út af þegar maður er að greiða kröfur. Maður er kannski að gera upp ...
Tillaga frá: Þór EB (01 sep.) Kosið: 01 sep. Athugasemdir 0
Í rýni

Breyta útliti færsluyfirlits

Ég væri til í að það væri nokkrir valmöguleikar um hvernig færsluyfirlitið birtist í appinu. T.d velja að sleppa að sjá icon og bil á milli færslna. Einnig mætti ...
Tillaga frá: Jón Vigfússon (01 sep.) Kosið: 01 sep. Athugasemdir 0
Í rýni

Greiðslumiðlun (innheimtulausn/skuldfærsla korta fyrir söluaðila vöru og þjónustu.

Greiðslulausn á netinu (vefposi). Núverandi aðilar á íslenskum markaði hafa hækkað gjaldskrár verulega (sbr Rapyd og Teya) eftir yfirtökur og samruna.
Tillaga frá: María (18 ágú.) Kosið: 18 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Gengisreiknivél

Breyta gengisreiknivél þannig að hægt sé að bera saman erlenda gjalmiðla. Núna er íslenska krónan föst, ekkert hægt að breyta henni í td. evru, dollar eða pund svo ...
Tillaga frá: Jack H. Daniels (11 ágú.) Kosið: 11 ágú. Athugasemdir 0
Í rýni

Lán til íslendinga búsetta erlendis

Töluverður fjöldi íslendinga hafa flust búferlum erlendis eftir að hafa sótt sér nám eða leitað atvinnutækifæra út fyrir landssteinana. Núverandi lánareglur ...
Tillaga frá: Gunnar (20 júl.) Kosið: 20 júl. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Bankahólf - mynduð þið bjóða upp á lítil bankahólf ?

Nú eru allir bankar nýbúnir að loka sínum bankahólfum. Þið yrðuð því eini bankinn sem myndi bjóða upp á þá þjónustu.
Tillaga frá: Hjördís (17 jún.) Kosið: 17 jún. Athugasemdir 0
Ekki á dagskrá

Bæta við skýringu á millifærslur frá sparibauki

Tillaga frá: Þór EB (08 jún.) Kosið: 08 jún. Athugasemdir 0
Í rýni